Windows

Lausn á vandamáli með Windows og Íslandsrótarskilríki

Góðan daginn

Windows hefur uppfært öryggiskerfi sitt (Cryptographic API) sem veldur því að sum kerfi og þjónustur sem nota íslensk rótarskilríki (t.d. Auðkenni eða Ísland Root CA) geta ekki lengur auðkennt sig eða tengst öruggum vefþjónum. Þetta á sérstaklega við ef kerfið er keyrt local eða á Windows Server.

Bráðabirgðalausn frá Microsoft

Microsoft hefur gefið út tímabundna lausn sem gerir kleift að komast fram hjá þessari takmörkun þar til varanleg uppfærsla er komin.
Lausnin felst í því að bæta við stillingu í Windows Registry sem heitir: DisableCapiOverrideForRSA. Þegar þessi stilling er sett í 0, þá leyfir Windows aftur notkun á þessum skilríkjum (t.d. íslenskum rótarskilríkjum) í auðkenningarferlum.

Hvernig á að laga þetta

Til að virkja lausnina þarf að keyra inn registry breytingu á þeim serverum þar sem kerfið keyrir.
Þið getið gert það með því að keyra inn eftirfarandi .reg skrá sem er hér fyrir neðan:

  1. https://update.dk.is/DisableCapiOverrideForRSA.zip

Þetta þarf að framkvæma með stjórnendaréttindum (Run as Administrator).

Mikilvægt að hafa í huga

Þetta er bráðabirgðalausn sem Microsoft styður tímabundið.
Microsoft hefur tilkynnt að þessi registry-stilling verður fjarlægð í apríl 2026.

    • Related Articles

    • Invalid provider type specified - Windows villa

      Invalid provider type specified villa Eftir nýlegar uppfærslur á Windows 11 og Windows 10 stýrikerfinu frá Microsoft hefur borið á því að rafræn skilríki, í sumum tilfellum, virka ekki. Þá kemur upp villa sem segir "invalid provider type specified" ...
    • IPP leiðbeiningar (Windows uppfærsla)

      Góðan daginn, Nýleg uppfærsla frá Microsoft veldur því að Remote Desktop tenging slitnar þegar prentari með IPP Class driver er tengdur við DK vistunarkerfið. Eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir þá sem hafa verið að lenda í því að missa samband við ...
    • Bankareikningar og sækja bankahreyfingar

      Bankareikningar og sækja bankahreyfingar Stofnun bankareiknings Þegar bankaafstemmingakerfið er tekið í notkun þarf að stofna þá bankareikninga sem stemma á af. Það er gert undir Fjárhagur > Bankareikningar > Bankareikningar. Smellt er á INS ný og ...
    • Upplýsingar um dk hugbúnaðarskilríki

      dk hugbúnaðarskilríki Viðskiptavinir dk hugbúnaðar sem eru í vistun geta fengið dk hugbúnaðarskilríki. Með skilríkinu er hægt að senda kröfu beint í banka þegar reikningur er uppfærður og minnka þannig vinnu við reikningavinnslu. Það er líka hægt að ...
    • Töflur og svæði

      Töflur og svæði Inn í dk er hægt að smella á Verkfæri upp í borðanum og síðan "Töflur og svæði" til að fá upplýsingar um þær töflur í kerfum og svæðum sem þeim tilheyra Opna töflur og svæði í dk Töflur Vistra megin kemur listi með töflum aðgengilegur ...