Bankareikningar og sækja bankahreyfingar
Stofnun bankareiknings
Þegar bankaafstemmingakerfið er tekið í notkun þarf að stofna þá bankareikninga sem stemma á af. Það er gert undir Fjárhagur > Bankareikningar > Bankareikningar.
Smellt er á INS ný og upplýsingar um bankareikning settar inn.
Þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að setja inn eru: bankareikningur, banki, höfuðbók, kennitala og bókhaldslykill.
Á flipanum Jöfnun er hægt að halda utan um upphafsstöðu reiknings og upphafsdagsetningu og hvenær hann var síðast jafnaður. Einnig er hægt að nota afstemmingarkerfið til afstemmingar á bókhaldslyklum og er þá hakað við afstemming án bankahreyfinga.
Undir F5 valmynd er hægt að halda utan um stöðu reiknings í lok mánaðar fyrir hvert ár fyrir sig. Ekki er þó nauðsynlegt að fylla út í þessar upplýsingar.
Sækja bankahreyfingar
Nokkrar leiðir eru til að lesa inn bankahreyfingar. Ef viðskiptabanki er Íslandsbanki eða Landsbanki er hægt að lesa beint inn frá bankanum í gegnum vefþjónustu. Ef viðkomandi fyrirtæki er með Landsbankann þarf að sækja um B2B þjónustu, en ef Íslandsbanki er viðskiptabanki er nóg að hringja í þjónustufulltrúa og biðja um að notandinn fái þessi réttindi. Þá er valið að sækja hreyfingar frá vefþjónustu:
Ef hakað er við sækja hreyfingar úr textaskjali/xml skjali þá er skrá tekin úr bankanum og lesin inn í dk. Einungis Íslandsbanki býður upp á að sækja xml skjal í bankann.
Ef hakað er við sækja hreyfingar frá vefþjónustu, þá er tímabil skráð og notandanafn og lykilorð eins og það er skráð inn í bankann.
Þegar verið er að sækja bankahreyfingar í fyrsta skipti þá getur komið fram villa. Algengasta villan er SOAP villa eða villa nr.1. Báðar þessar villur eru bankavillur. Þá getur verið að rangt aðgangsorð sé skráð inn (notandanafn/lykilorð) eða að notandi hefur ekki réttindi í bankanum. Í báðum tilfellum þarf að heyra í bankanum. Bankinn þarf að virkja réttindi á notandanum til að hægt sé að sækja bankahreyfingar í gegnum vefþjónustu.
Ef verið er að sækja bankahreyfingar með rafrænu skilríki frá Auðkenni þá er alltaf sótt með vefþjónustu. Ef villa kemur eftir að 4ra stafa pin númer skilríkis er slegið inn þá þarf að hafa samband við viðeigandi banka.