Góðan daginn,
Nýleg uppfærsla frá Microsoft veldur því að Remote Desktop tenging slitnar þegar prentari með IPP Class driver er tengdur við DK vistunarkerfið.
Eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir þá sem hafa verið að lenda í því að missa samband við dkVistun í gegnum Microsoft Remote Desktop:
Skref-fyrir-skref leiðbeiningar til að athuga og breyta prentaradriver

1. Opnaðu Control Panel
Ýttu á Windows Start og skrifaðu „Control Panel“.
Opnaðu Control Panel.
2. Fara í Printer Properties
Veldu Devices and Printers.
Finndu prentarann sem þú ert að nota.
Veldu Printer Properties.
Fara í flipann Advanced.
3. Athugaðu Driver
Undir Driver, skoðaðu hvaða driver er valinn.
Ef það stendur IPP Class Driver, þá þarf að skipta um driver.
4. Skipta um Driver
Smelltu á New Driver eða Change Driver.
Veldu viðeigandi driver fyrir prentarann (t.d. Canon MF750C eða Brother, eftir því sem á við).
Ef þú finnur ekki viðeigandi driver í listanum, þá er hægt er að notast við leitarvélar í netvafra til að finna prentararekil(driver) fyrir þann prentara sem þarf.
5. Opnaðu ThinPrint forritið
Opnaðu ThinPrint forritið á tölvunni þinni.
Afhakaðu alla prentara sem þú ert ekki að nota – þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir að kerfið reyni að tengjast röngum eða óvirkum prentara.
Smelltu á OK til að vista stillingar.

Nú ættir þú að geta skráð þig inn í vistunina án vandræða og prentunin ætti að virka eðlilega.