Launadagbók
Launadagbók býður upp á að stofna dagbók sem getur nýst við launaútreikning. Yfirleitt eru
þetta færslur sem eru myndaðar fyrir launaútreikning sjálfan
eins og fyrirframgreiðslur, vöruúttektir, afturvirkar
launahækkanir o.fl. Hægt er að vera með margar
launadagbækur í einu.
Laun > Uppsetning > Almennar Stillingar > Laun - Almennt > Haka við "Nota launadagbók" > F12 Staðfesta
Launadagbók birtist síðan undir Laun > Launakeyrsla > Launadagbók
Til að bókun launadagbókar flytjist yfir í launaútreikning þarf að vera búið að stofna
launakeyrsluna. Alltaf er hægt að fletta upp uppfærðum launadagbókum undir
uppflettingar.
Stofnuð er ný launadagbók með INS ný. Launadagbókina er hægt að nýta eins og
hefbundna dagbók og handslá inn færslur sem flytja á svo í launakeyrslu, t.d. eins og
fyrirframgreiðslur.
Einnig eru fyrirfram útbúnar vinnslur sem hægt er að nýta til launaútreiknings svo sem að
sækja vinnutíma frá stimpilklukku, verkbókhaldi, öðrum tímaskráningarkerfum, ógreidda
reikninga launþega, og mynda tillögur að des/orlofs uppbót, eingreiðslu og afturvirkar
launahækkanir.
Allar stofnaðar launadagbækur myndast í töflunni fyrir launadagbók og eru sýnilegar þar
þangað til þær eru bókaðar, og flytjast yfir í launakeyrslu. Alltaf er hægt að fletta upp
uppfærðum launadagbókum undir Uppflettingar > Bókaðar launadagbækur
Vinnslur eins og að sækja vinnutíma frá verkbókhaldi, dk stimpilklukku og öðrum
tímaskráningarkerfum er framkvæmt á alveg sama hátt og í skráning tíma/launa.
Alltaf þarf að byrja á að stofna launadagbók með því að smella á INS Ný og svo farið
í F5 valmynd til að velja þá vinnslu sem framkvæma á.
Related Articles
Stofna launþega
Stofna launþega Hægt er að stofna launþega á tvennan hátt: Leið 1 Undir Laun > Aðgerðir>Stofna launþega Eða launþegar > F5 valmynd>stofna launþega Þá færðu hjálparglugga sem leiðir þig gegnum allar helstu upplýsingar sem þarf fyrir uppsetningu ...
Bakfæra laun
Bakfæra laun Ef mistök hafa verið gerð í launakeyrslu og nauðsynlegt reynist að bakfæra einn eða fleiri launaseðla er hægt að framkvæma það í sérstakri vinnslu. Smellt er á launaseðlar til bakfærslu, þar valið INS ný og þá er launakeyrslan valin sem ...
Tillaga fyrir afturvirkar launahækkanir
Afturvirkar launahækkanir Hægt er að nýta kerfið til að reikna afturvirkar launahækkanir. Stofna þarf nýjar launatöflur og svo er hægt að nýta launadagbók til að reikna afturvirkar launahækkanir. Meðfylgjandi leiðbeiningar sýna hvernig sú virkni er í ...
Stofna launatöflu
Launatafla Hver og einn launþegi þarf að hafa skilgreinda launatöflu á sínu launþegaspjaldi. Launataflan ákvarðar launataxta þess launþega og er öll uppsetning á launaliðum, s.s. föstum launum, tímakaupi, bónus o.þ.h. sett þar upp. Launatafla getur ...
Stofna skuldunaut
Stofna skuldunaut Þegar nýr skuldunautur er stofnaður er ýtt á hnappinn INS Ný og opnast þá autt skuldunautaspjald. Skuldunautum er gefið númer, sem getur verið 12 stafir að lengd og má innihalda ýmist tölustafi, bókstafi eða tákn. Ef kennitala er ...