Desember- og orlofsuppbót
Í launadagbók er hægt að láta kerfið mynda tillögur að útreikningi fyrir desember – eða 
orlofsuppbót. 
 
Kerfið myndar tillögu að uppbót út frá hinum ýmsu valkostum. Mikilvægt er að hafa í huga 
að upphæðirnar eru alltaf tillögur út frá gefnum forsendum og því þarf í öllum tilfellum að 
fara yfir niðurstöður áður en uppbót er flutt í 
launakeyrslu.  
Grunn valkostir 
 Þar er sett inn uppgjörstímabil uppbótar, upphæð og launaliður. Hægt er að haka við að taka með launþega þó þeir nái ekki 12 vikna lágmarki. 
Afmörkun launþega 
Ef dálkurinn fyrir launþeganúmer er tómur, þá horfir kerfið á alla launþega, svo er hakað í hvaða staða á við, virkur, óvirkur, hættur.
Valkostir vegna vaktavinnu
Þá er hakað í þá flokka sem reikna á uppbótina af. Getur verið dagvinna, yfirvinna, álag, launaauki. Þessir flokkar eru þeir sömu og eru á launaliðum, og því þarf að gæta þess hvaða launaliðir eru undir hvaða flokk.
Stillingar
 Atriði sem tengjast algengustu kjarasamningum hér á Íslandi. Hægt er að eiga 
við fjölda vikna ef við á.
Þegar réttar forsendur hafa verið settar inn eru 3 valmöguleikar í boði.
Það er hægt að prenta samandreginn lista yfir 
útreiknaða uppbót, prenta fullsundurliðan lista yfir 
útreikning og svo mynda færslur í launadagbók.
Samandreginn listi 
Sýnir samantekt á útreikningi 
uppbótar og tillögur um hvort launþegi fái greidda fulla uppbót, hluta eða sé búinn að fá 
greitt.
Fullsundurliðaður listi 
Sýnir hvaða forsendur kerfið er að nota til útreiknings.
Mynda færslur í launabók 
Myndar færslurnar í launabókinni.
Athugið að valdar forsendur haldast alltaf inni þó breytt sé um aðgerð, en fara þarf aftur inn 
í F5 valmynd til að breyta aðgerð. 
Þegar færslurnar eru komnar í launadagbókina er hægt að eiga við upphæð uppbótar hjá 
launþega. Þegar færslur eru orðnar réttar er hægt að færa þær yfir í launakeyrslu. 
Færslurnar eru færðar yfir með því að smella á F5 valmynd > Yfirfara og því næst á F5 
valmynd > Bóka ef dagbókin er villulaus. Launaliður fyrir uppbót stofnast þá á launþega 
með viðeigandi upphæð frá launadagbók. 
Sama á við ef vinnslan er nýtt fyrir orlofsuppbót.
Hægt er að nota merkingu í vali fyrir launþega ef mismunandi útreikningur er á uppbót milli 
kjarasamninga stéttarfélaga og þá er hægt að stofna launadagbók fyrir hvern útreikning.