Bakfæra laun

Bakfæra laun

Bakfæra laun

Ef mistök hafa verið gerð í launakeyrslu og nauðsynlegt reynist að bakfæra einn eða fleiri launaseðla er hægt að framkvæma það í sérstakri vinnslu. 

 

Smellt er á launaseðlar til bakfærslu, þar valið INS ný og þá er launakeyrslan valin sem á að bakfæra, og valið hvort bakfæra eigi alla launaseðla í þeirri launakeyrslu eða valda launþega.  Hægt er að velja nokkra launaseðla og er þá sett komma á milli til aðgreiningar.

 
Þá stofnast þeir launaseðlar sem hafa verið valdir til bakfærslu í glugganum. Næst er farið í prentun bakfærðra launaseðla og þar er hægt að prenta út bakfærslu launaseðlana.  Að lokum er smellt á að uppfæra bakfærða launaseðla.

Bakfærslan kemur undir launakeyrsla - uppfærðar en óbókaðar launakeyrslur, eins og hefðubundin launakeyrsla þar sem þarf að yfirfara og uppfæra hana. 
Ekki er hægt að stofna nýja launakeyrslu á meðan að bakfærslu launakeyrsla er opin, og á sama hátt er ekki hægt að stofna til bakfærslu ef að hefðbundin launakeyrsla er opin.

Gott er að hafa í huga að ef bakfæra þarf mörg launatímabil er best að bakfæra elsta tímabilið fyrst og klára nýjan launaútreikning fyrir það tímabil.  Bakfæra svo næsta mánuð og reikna rétt laun fyrir það tímabil o.s.frv.  Þá helst persónuafsláttur réttur.  Ef margir mánuðir eru bakfærðir og svo er farið í að reikna laun þá reynir kerfið að nýta allan uppsafnaðan persónuafslátt í fyrstu launakeyrslu eftir bakfærslu.

Hér má finna myndband sem sýnir hvernig laun eru bakfærð:


    • Related Articles

    • Bakfæra verkreikning

      Verkreikningur bakfærður Verk > Reikningavinnslur > Reikningar > F5 Valmynd > Bakfæra verkreikning Tvísmellir síðan á reikninginn sem á að bakfæra og F7 Prenta. Hér er leiðbeiningar myndband: dk hugbúnaður | Bakfæra verkreikning
    • Afrita/Bakfæra dagbók

      Afrita/bakfæra dagbók Hægt er að afrita og/eða bakfæra dagbók í fjárhag. Sú aðgerð er undir Fjárhagur > Dagbók > F5 valmynd > Afrita/bakfæra dagbók Ef verið er að afrita dagbók er doppan sett þar. Dagbókin er sótt, dagsetning og fylgiskjal sett inn ...
    • Skrá skattkort á launþega

      Skattkort launþega Laun > Launþegar > Tvísmellir á launþegann > F5 Valmynd > Skattkort INS Ný > Setur inn dagsetning frá og hlutfall persónuafsláttar > F12 skrá Hér er leiðbeiningar myndaband: dk hugbúnaður | Skrá skattkort á launþega Hér eru ...
    • Senda launamiða

      Senda launamiða Skref 1 Stofna launamiða Launamiðar eru stofnaðir undir vinnslum í launakerfinu. Laun > Vinnslur > Launamiðar (RSK 2.01) > F5 Valmynd > Útbúa launamiða Listinn heldur utanum alla stofnaða launamiða, hægt er að fella og bæta við miðum ...
    • Stofna launadagbók

      Launadagbók Launadagbók býður upp á að stofna dagbók sem getur nýst við launaútreikning. Yfirleitt eru þetta færslur sem eru myndaðar fyrir launaútreikning sjálfan eins og fyrirframgreiðslur, vöruúttektir, afturvirkar launahækkanir o.fl. Hægt er að ...