Ef þú færð The Logon attempt failed þýðir það að annaðhvort ertu að nota vitlaust notandanafn eða lykilorð.
Gakktu úr skugga um að notandanafnið sé slegið inn með dkvistun\ fyrir framan notandanafnið.
Dæmi: dkvistun\notandanafn
Athugaðu vandlega að notandanafnið sé rétt og samsvari þeim aðgangsupplýsingum sem hafa verið gefnar.
Gakktu úr skugga um að lykilorðið sé slegið inn nákvæmlega rétt, þar með talið stafir, tölur og sértákn.
Athugaðu hvort hástafir og lágstafir séu rétt notaðir, þar sem lykilorð eru háð stafsetningu.
Forðastu bil fyrir framan eða aftan lykilorðið.
Ef vandamálið leysist ekki
Ef þú hefur farið yfir allar leiðbeiningar og vandamálið er enn til staðar, þá þarf að breyta lykilorðinu fyrir viðkomandi notanda.
Þegar
innskráningu er lokið þarf að fara undir "Umsýsla" og smella á
"Senda kóða" til þess að fá auðkenningarkóða í tölvupósti svo hægt sé
að eiga við notendur fyrirtækisins.
ATH: Það getur tekið nokkrar mínútur fyrir kóðann að
berast í tölvpósti
Setjið
kóðann í textaboxið og smellið á "Staðfesta kóða".
Þá
er loks hægt að breyta lykilorðinu.
Lykilorðið þarf að vera amk 12 stafir, innihalda hástaf, lágstaf, tölu og tákn.
Til þess að gera það þarf að:
1.
Smella á hamborgarann hægra megin við nafn notanda
2.
Smella svo á "Lykilorð"
3.
Slá inn nýja lykilorðið 2x
4.
Smella á "Vista"