Fylgiskjalaseríur í fjárhag
Þegar verið er að bóka í fjárhagsdagbók fer stundum vinna í að finna út hvaða fylgiskjalsnúmer á að
nota næst. dk býður nú upp á að stofna fylgiskjalaseríursem er svo hægt að sækja inni í fjárhagsdagbók.
Þegar valið er að nota fylgiskjalaseríu heldur hún utan um næsta ónotaða númer í skráningu dagbókar.
Til að stofna fylgiskjalaseríu er farið í Fjárhagur > Uppsetning > Fylgiskjalaseríur > INS Ný
Hér er auðkenni fylgiskjalaseríunnar sett inn í reitinn sería, það má vera tölur eða stafir. Þar sem
fylgiskjalaseríur vinna á bókhaldstímabilum er viðeigandi bókhaldsár sett inn í bókhaldstímabil og heiti
hennar t.d. gjaldareikningar, bankafærslur eða almenn fylgiskjöl sett í lýsing. Fyrsta fylgiskjalsnúmerið
fyrir seríuna er sett inn í Upphafsstaða og núverandi staða heldur utan um talningu fylgiskjalsnúmera.
Ef heimila á breytingar á fylgiskjalaröðinni í dagbók er hakað í „má breyta í dagbók“. F12 til að vista.
Athugið að ef númeraröðinni er breytt í fjárhagsdagbók þarf að fella seríuna og stofna nýja! Ef komið
er inn á bókhaldsárið þegar fylgiskjalasería er stofnuð er síðasta notaða fylgiskjalsnúmer sett inn í
upphafsstöðu.
Dagbók
Til að nota fylgiskjalaseríu í dagbók er farið inn í fjárhagur – dagbók – INS ný.
Þegar búið er að opna dagbókina er sett inn lýsing, bókhaldstímabil og svo er hægt að velja um að nota
tiltekna fylgiskjalaseríu. Hana má velja með því að smella í reitinn fylgiskjalasería og annað hvort ýta á
F2 eða punktana þrjá hægra megin í reitnum. Þá kemur upp listi yfir þær seríur sem tilheyra
bókhaldsárinu.
Þegar búið er að velja fylgiskjalaseríu er smellt á F12 og hoppar bendillinn yfir í skráningarglugga
dagbókarinnar. Næsta númer í fylgiskjalaseríunni bitist þá í glugganum fylgiskjal.
Nú er hægt að bóka eins og venjulega.
Vandamál
Fylgiskjalaseríur eru notaðar á ýmsum stöðum í dk s.s. innheimtukröfum, innkaupakerfi, lánardrottnum
og bankahreyfingum. Það hefur stundum komið upp að þegar bankasería er notuð ásamt
fylgiskjalaseríum að dagbókin tekur upplýsingar frá seríum sem eru uppsettar undir Fjárhagur –
uppsetning – fylgiskjalaseríur. Lausnin við því er að stofna banka-fylgiskjalaseríu undir
fylgiskjalaseríur. Það þarf að passa að bankafylgiskjalaserían sé fyrsta serían.