Undir Áætlunarlíkan
má velja Fjárhagsáætlun 1, Fjárhagsáætlun 2, Fjárhagsáætlun 3 eða Fjárhagsáætlun 4. Undir Áætlunarstig má velja hvort skrá eigi
áætlun á hvern bókhaldslykil eða einungis samtölulykla. Síðan er valið það bókhaldstímabil sem skrá á
áætlun á og í Niðurbrot má velja Ár, Hálft
ár, Ársfjórðung eða Mánuð. Síðan er valið [F12 Staðfesta] og kemur þá upp tafla til að skrá áætlun í. Með því
að velja [F3 Sækja] er hægt að sækja
rauntölur (t.d. síðasta árs) til að nota sem grunn fyrir nýja fjárhagsáætlun.
Þegar rauntölur eru sóttar er einnig hægt að setja stuðla fyrir hina ýmsu liði
áætlunarinnar.
Í framhaldi af þessu
er áætlun nú skráð inn á þá bókhaldslykla sem gera á áætlun fyrir. Þegar
notandi telur sig vera búinn að fylla inn í töfluna þá velur hann [F12 Staðfesta]. Athugið að skrá verður
inn "–" formerki á allar kredit upphæðir, þ.e. ef skrá á 100
milljónir á bókhaldslykilinn 1000 Seld þjónusta þá verður að skrá inn
töluna -100.000.000.
Í skráningarlið
fjárhagsáætlunar er ekki hægt að setja inn formúlur. Því þarf að flytja
áætlunina í Excel ef ætlunin er að framkvæma útreikninga.