Afjafna og fella bankahreyfingar
Afjöfnun bankahreyfingar
Til að afjafna afstemmingu á bankahreyfingu er farið í Fjárhagur > Bankareikningar > Afstemmingar
Viðkomandi bankareikningur er valinn, þar er farið í F5 valmynd > Sækja hreyfingar
Í þeim glugga sem opnast er tímabilið valið sem á að afjafna, og hakað er bara í “jafnaðar” fjárhags og bankahreyfingar:
Færslur opnast þá í afstemmingarglugganum og koma allar inn grænar með haki í afstemmd. Ástæðan fyrir því er að við vorum að sækja jafnaðar hreyfingar.
Næst er farið í F5 valmynd og valið að “afjafna allar hreyfingar”
Þá fer hakið úr “afstemmd” og færslurnar eru ekki lengur grænar.
Næst er aftur farið í F5 valmynd og valið að “uppfæra jöfnun”. Þá er verið að staðfesta það að verið er afjafna færslurnar. Einnig er hægt að nota flýtileiðina F12 þegar verið er að uppfæra jöfnun.
Nú er hægt að hreinsa jöfnun, en það er gert til að hreinsa gluggann. Allar færslur koma aftur þegar næst eru sóttar hreyfingar.
Alltaf þarf að afjafna bankafærslu ef fella þarf bankahreyfingu.
Fella bankahreyfingar
Ekki er hægt að lesa inn eldri bankahreyfingar heldur en eru komnar inn í kerfið. Til að koma hreyfingum inn frá fyrra tímabili þá þarf að fella bankahreyfingar.
Einungis er hægt að fella bankahreyfingar á ójöfnuðum færslum. Hægt er að sjá í leiðbeiningum hvernig færslur eru jafnaðar.
Til að fella bankahreyfingar þá er farið í Fjárhagur > Bankareikningar > Bankahreyfingar > F5 fella bankahreyfingar.
Bankareikningur er valinn og dagsetningartímabil sett inn og staðfest með F12.
Þá fellir kerfið þær bankahreyfingar sem búið var að sækja. Hægt er þá að fara og sækja bankahreyfingar aftur fyrir valið tímabil og halda áfram með afstemmingu.