Senda verktakamiða
Skref 1
Í upphafi er gott að fara yfir lánardrottnalistann og merkja við hverjir eiga að fá verktakamiða.
Lánardrottnar > Lánadrottnar > Tvísmellir á lánardrottinn > Innkaup og hakar við "Launamiði"
Skref 2
Stofna verktakamiða
Lánardrottnar > Uppsetning > Launamiðar (RSK 2.01) > F5 Valmynd > Útbúa launamiða
Við stofnun þarf að passa að velja "Summu kredithreyfinga"
Listinn heldur utanum alla stofnaða verktakamiða, hægt er að fella og bæta við miðum handvirkt. (Aðgerðir má finna undir "F5 Valmynd")
Hægt er að fletta upp hreyfingum til að stemma af upphæðir.
Skref 2
Prenta verktakamiða
Ýmsir valkostir eru fyrir útprentun verktakamiða.
Lánardrottnar > Uppsetning > Launamiðar (RSK 2.01) > F5 Valmynd > Prenta launamiða
Skref 3
Senda launamiða
Hægt er að senda verktakamiða sem rafræn skjöl í banka, annað hvort með vefþjónustu eða skráarflutningi. Einnig hægt að senda í tölvupósti. Athugið að tölvupóstuppsetning notenda þarf að vera rétt og netfang skráð á lánardrotinn.
Lánardrottnar > Uppsetning > Launamiðar (RSK 2.01) > F5 Valmynd > Senda launamiða rafrænt, senda launamiða í birtingakerfi banka eða senda launamiða með tölvupósti