Leiðbeiningar:
Hægt er að nýta innlestur CSV-skrár til að uppfæra lánadrottnatöflu.
Oft er fljótlegra að flytja töfluna út í Excel, gera breytingar þar og flytja hana svo inn aftur.
Í þessum leiðbeiningum þá ætlum við að breyta samþykkjendafjölda og samþykkjendum á öllum lánadrottunum.
1. Byrja þarf að aðlaga töfluna og setja inn þá dálka sem ætlað er að vinna með.
- Hægri smella og velja "Sýna dálka" þá birtist talfan Dálkar.
- Hakað við þá dálka sem við á og velja "Áfram"
2. Hægri smellum á músina og veljum:
- Flytja út í..
- Excel Skrá
3. Setjið inn breytingarnar í Excel skjalið.
4. Til að kerfið þekki dálkana rétt, þurfa dálkaheitin að vera skilgreind í NativeNames.
- Hægri smellum á músina og veljum "Töfluupplýsingar"
- Finnum réttan dálk í töflunni: Fields
- Setjum hak í: Nativenames
- Þá breytist taflan Fields yfir í Nativenames
- Uppfærið dálkarheitin í Excel skjalinu
- Hér má sjá Nativenames fyrir þessa dálka:
5. Vista skjalið sem CSV.
- Farðu í File
- Save a copy
- Vista sem: CSV (Comma delimited)
6. Fara í Dk og opnið Lánadrottnatöfluna
- F5 Valmynd
- Lesa inn frá CSV-skrá
ATH! ef villa kemur upp þá er gott að byrja skoða Region stillingarnar í tölvunni þinni.
1. Byrja fara í Settings > Time & Language
- Contry or region: Þarf að vera Iceland
- Regional format: Þarf að vera Icelandic
2. Opna Contol Panel og velja Region:
3. Fara þar í Additional Settings og passa að List separotar er ;
- Additional settings....
- List separator: ;
Við gerð svona breytinga þarf oft að endurræsa tölvuna til að þær taki full gildi.