Leiðbeiningar fyrir stillingu prentara í DK bókhaldskerfinu
Ef að ekki næst að fá svar fá prentara frá viðkomandi tölvu, þá þarf að hafa samband við fyrirtækið sem seldi þér prentarann.
Til að tryggja að prentun virki eðlilega í DK bókhaldskerfinu þá þarf að stilla prentarann rétt á tölvunni.
Það gerist stundum að vistunin missir tímabundið samband við prentarann og í mörgum tilfellum nægir að skrá sig út og aftur inn með því að ýta á Ctrl Alt End og velja Sign out.
Ef það leysir ekki vandann, þá er mikilvægt að fara yfir eftirfarandi grunnstillingar:
1. Skráið ykkur út af vistuninni:
Ýtið á Ctrl + Alt + End og veljið Sign out.
2. Stillingar fyrir prentara:
Farið í Settings → Devices → Printers & scanners í ykkar tölvu og athugið eftirfarandi:
- Gakktu úr skugga um að Allow Windows to manage my default printer sé ekki hakað við.
- Veljið þann prentara sem þið ætlið að nota og stillið hann sem Default printer.
3. Opnið forritið ThinPrint í tölvunni þinni
- Setja hak í Inhertit system's default printer.
- Setja hak í Default at server.
- Ýtið á OK.
4. Skráið ykkur inn á vistunina:
Þegar þetta er klárt, skráið ykkur aftur inn á vistunina.
5. Opnið Control Panel inn í Vistuninni:
Skrifið Control í Search og þá eigið þið að fá upp appið: Control Panel, ýtið á það.
6. Farið í View devices and printers:
7. Setjið prentarann ykkar sem default printer:
- Finnið ykkar prentara
- Hægri smellið á hann
- Veljið: Set as default printer
8. Opnið Dk og farið í almennar prentara stillingar:
- Opnið Dk bókhaldskerfið.
- Farið í Grunnur > Prentara uppsetning.
- Veljið ykkar prentara.
- Ýtið á OK.
9. Farið í notanda prentara stillingar:
- Farið í Tannhjólin tvö uppi í hægra horni.
- Veljið flipann Prentara val.
- Setjið inn prentarann ykkar.
- Ýtið á F12 Skrá.
Að þessum skrefum loknum ætti prentunin að virka eðlilega.
Ef vandamálið viðhelst, gæti verið um að ræða flóknara vandamál og þá er best að senda fyrirspurn á
hjalp@dk.is með lýsingu á vandanum.