Uppsetning á fjölþátta auðkenningu gegnum DUO

Uppsetning á fjölþátta auðkenningu gegnum DUO

Hvað er DUO?







DUO er skýjaþjónusta frá CISCO sem býður fjölþátta auðkenningu.

Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda notendur er notkun fjölþátta auðkenningar.
Fjölþátta auðkenningar (Multi Factor Authentication – MFA) er þegar þú skráir þig inn á hefðbundinn hátt með notandanafni og lykilorði en þarft jafnframt að staðfesta á annan hátt að þú sért sá sem þú segist vera.

Í DUO er notandi auðkenndur með því að smelli á staðfestingu í DUO forriti, fá sent sms eða símtal. 




Setja upp DUO á hýsingarnotanda

Hægt er að nálgast myndband með uppsetningunni hér fyrir neðan



Á Mínum síðum er umsýsla með notendur fyrirtæksins.
Athugið að umsýsla er ávallt á þeirri kennitölu sem dk leyfið er skráð á. 



Virkja umsýslu
Byrja þarf að fjölþátta auðkenna til að hægt sé að sýsla með notendur. Er það gert með því að smella á "Senda kóða".
Kóði berst þá í netfangið þitt og slærð þú kóðann inn í reitinn fyrir neðan og smellir á "Staðfesta kóða"





Sýsla með notendur
Opnast þá fyrir möguleikann að sýsla með notendur fyrirtækisins. 
Undir flipanum "Upplýsingar" er hægt að breyta nafni og virkja netfang og símanúmer notandans. 
Þessar upplýsingar þurf að vera til staðar svo hægt sé að virkja fjölþátta auðkenningu hjá notanda. 























Virkja fjölþátta auðkenningu
Þegar búið er að setja inn símanúmer á notanda er smellt á "MFA"
Til að hefja virkjun á fjölþátta auðkenningu er valið "Virkja"

Símtæki viðkomandi er gefið heiti og smellt á "Stofna"


Því næst er smellt á "Virkja" 


Starfsmaður fær þá þá 3 möguleika til að virkja DUO á símanum. 
Með SMS, tölvupósti eða QR Kóða. 



Allar þrjár leiðirnar opna DUO Appið (eða PlayStore/AppStore ef DUO appið er ekki þegar sett upp í síma) og virkjar tengil fyrir notandann sjálfkrafa. 

Þegar þegar búið er að virkja DUO kemur það fram svona á símtækinu. Athugið að ætlast er til að notendur leyfi DUO að senda tilkynningar svo notandi fái slíkt upp á skjá símans ef notandi er að auðkenna sig inn í hýsinguna: Allow DUO to send notifications?



Við innskráningu þarf hér eftir að slá inn notendanafn og lykilorð og einnig fjölþátta auðkenningu með því að smella á Allow í DUO appi í símtæki. 
Tilkynning í síma kemur fram þegar notandi hefur slegið inn rétt notendanafn og lykilorð.

    • Related Articles

    • Uppsetning á DUO Mobile

      Hvað er DUO? DUO er skýjaþjónusta sem býður margþátta auðkenningu. Auðkennt er með snjalltæki, tokens, sms eða símtali. DUO er þannig afar einfalt og þægilegt í notkun. Margþátta auðkenning tryggir aukið öryggi Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum ...
    • Fjölþátta auðkenningar (MFA) Mikilvægi

      Mikilvægi fjölþátta auðkenningar (MFA) Fjölþátta auðkenning (MFA) er ein einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að tryggja öruggan aðgang að kerfum. Þrátt fyrir að innleiðing hennar geti tekið tíma og krafist aðlögunar, er hún nauðsynleg til að ...
    • Setup multi-factor authentication through DUO

      Setting Up Multi-Factor Authentication (MFA) with DUO What is DUO? DUO is a cloud service from CISCO that offers multi-factor authentication (MFA). MFA is a crucial security measure that protects users by requiring multiple forms of verification. ...
    • dkVistun uppsetning

      dkVistun Uppsetning Til að tengjast dkVistun þarf að setja upp lítið forrit. Þegar þetta er orðið uppsett þá er hægt að setja inn upplýsingar fyrirtækis og við það verður tenging aðgengileg fyrir viðkomandi fyrirtæki Vinsamlegast fylgdu leiðbeiningum ...
    • Tilkynningí síma

      Daginn Þar sem þú ert búin að virkja 2 þátta aðkenningu þá þarf að samþykkja innskráingu í DUO appinu sem er í símanum. Ef ekki er að koma upp tilkynning á símann þá þarf að gera eftir farandi Fyrir iOS: Opnaðu Stillingar á iPhone. Veldu ...