Uppsetning deilda
Þegar notaðar eru deildir í dk þurfa allar færslur fyrirtækisins að vera deildarmerktar.
Þegar tekin er upp notkun á deildum í dk þarf að byrja á því að:
1. Uppfæra allar dagbækur (launakerfi, fjárhag, sölu).
2. Setja deildir í leyfi (hafa samband við söludeild dk sem gengur frá þessu fyrir ykkur, ef það hefur ekki verið gert).
3. Almennt > Fyrirtæki > Almennar Stillingar > Haka þar við að "nota víddir" og "deildir" (til að virkja deildirnar).
4. Stofna deildir undir Almennt > Víddir > Deildir (t.d. 00 Sameiginleg , 01 Reykjavík, 02 Akureyri, 03 Verkstæði). Við mælum alltaf með að eiga eina deild sem er sameiginleg fyrir efnahagsfærslur. Nema það sé deildaskiptur efnahagur.
5. Í launum þarf að setja deildamerkingu á alla launþega. Það er gert á launþeganum sjálfum undir Laun > Launþegar > Opna launþegaspjaldið > Flipinn "Víddir".
Ef launþegi er að vinna í annari deild, sem þú villt að launakostnaðurinn gjaldfærist á, þá breytiru því í launakeyrslunni sjálfri. Einnig er hægt að skipta launum á milli tveggja eða fleiri deilda í launaútreikningi.
Síðan þarf að deildmerkja allar skuldfærslur undir bókhaldstengingunni , Laun > Launauppsetning > Bókhaldstenging. Yfirleitt er efnahagsdeild sett á þessar skuldfærslur.
6. Setja þarf deildir á bókunarflokka (sölubókunarflokk (01), innkaupabókunarflokk(00), Skuldunautabókunarflokk(00), lánardrottnabókunarflokk(00).
Sölubókunarflokkar eru undir Birgðir > Uppsetning > Sölubókunarflokkar.
Innkaupabókunarflokkar eru undir Birgðir > Uppsetning > Innkaupunarflokkar.
Skuldunautabókunarflokkar eru undir Skuldunautar > Uppsetning > Bókunarflokkar.
Lánardrottnabókunarflokkar eru undir Lánadrottnar > Uppsetning > Bókunarflokkar.
Yfirleitt er efnahagsdeildin sett á skuldunauta- og lánardrottna bókunarflokkana, því að þær færslur tilheyra efnahagnum. Ef það er deildarskiptur efnahagur þá er uppsetningin talsvert flóknari.
Best er að setja deild á sölu- og innkaupabókunarflokka, því að ef gleymist að skrá deild á vörunúmer eða á reikning, þá pikkar kerfið a.m.k. upp einhverja deild og tekjufærir.
7. Setja deild á starfsmenn (ef þeir eru fastir á deild).
Það er gert á spjaldi starfsmanna undir Starfsmenn > Starfsmenn > Opna spjald starfsmannsins > Flipinn "Víddir".
8. Setja deild á birgðageymslur – ef verið er að nota birgðageymslur.
Birgðir > Uppsetning > Birgðageymslur > Opna birgðageymsluna > Flipinn "Víddir".
9. Fara undir Sölureikningar > Uppsetning > Almennar stillingar > Sölureikningar-Almennt > Haka þar við að „Slá inn deild“.
10. Óþarfi er að setja deildir beint á vöru/skuldunaut/lánardrottinn, en það er hægt ef það á við.
11. Ef áður hafa verið bókaðar færslur án deilda þarf að setja deildir á allar hreyfingar fyrirtækisins sem ekki hafa deildir. Þegar notaðar eru deildir þurfa allar færslur fyrirtækisins að vera deildarmerktar.
Hægt er að keyra deild á allar fjárhagsfærslur fyrirtækisins undir Almennt > Víddir > Deildir > F5 Valmynd > Setja deild á hreyfingar. Þar veluru sameiginlegu deildina, dk keyrir þá deild á allar fjárhagsfærslur í fyrirtækinu.
- Setja deild 00 (sameiginlega deildin) á alla efnahagslykla.
12. Tengja þarf deildir við bókhaldslykla undir Almennt > Víddir > Deildir > Hafa deildina valda svo línan er grá > F5 Valmynd > Tenging við bókhaldslykla > Haka við þá lykla sem bóka má umrædda deild á.
Gott er að tengja sameiginlegu deildina við alla efnahagslykla.
13. Hægt er að breyta deildum á fjárhagsfærslum í uppflettingum í fjárhag. Fjárhagur > Uppflettingar > Hreyfingar > Fletta upp hreyfingunum > F5 Valmynd > Breyta færslum > Breyta deild.