Loka degi / Prenta uppgjör í kassa

Loka degi / Prenta uppgjör í kassa

    Prenta uppgjör


    Það þarf á hverjum degi að loka degi í hverjum kassa fyrir sig til þess að fá uppgjör fyrir daginn.

    Þá sendist uppgjörið úr kassanum og yfir í bakvinnsluna og er þá komin skráning yfir sölu dagsins í versluninni.

     

    Það er gert með eftirfarandi hætti:

     

    Í kassanum → Aðgerðir → Skýrslur → Smella á ,,Loka deginum" → Spurt er ,,Hvernig viltu prenta uppgjör" → Að velja prenta, uppgjörið skilar sér svo alltaf einnig í bakvinnsluna.

    • Hægt er að skoða það í bakvinnslu seinna/samdægurs.
    • Einnig er hægt að prenta það út úr kvittanaprentaranum ef að yfirmenn vilja halda utan um það.
    • Svo er alltaf hægt að endurprenta uppgjörið þá er valinn hnappurinn ,,Endurprenta uppgjör" við hliðina á ,,Loka deginum" takkanum.

     




Verðum ALLTAF að fá upp þennan glugga og ýta á
Alert
JÁ 



Getum prófað hvort að það hafi ekki örugglega virkað að loka deginum með því að ýta aftur á loka deginum og þá fáum við þessa meldingu.


     



    • Related Articles

    • Loka degi sjálfkrafa iPos

      Í kassa uppsetningu en einungis fyrir iPos / dkPos mobile / appið. Opna bakvinnslu / dkPos í hýsingu. Stillingar - Kassa uppsetning - Sérsníða - Loka deginum sjálfkrafa. Mjög gott að hafa þetta á iPad og í appi í posa.
    • Uppgjör prentast ekki á kassa

      Starfsmaður hefur þá líklega ekki leyfi / réttindi til að prenta uppgjör. Lagfæra í bakvinnslu > Gögn > Sölumenn > opna sölumanninn sem náði ekki að prenta. Haka í ,,getur prentað uppgjör"
    • Prenta kennitölu á kvittun í kassa

      Að prenta kennitölu á kvittun í afgreiðslukassa. Þá opnast þessi gluggi hér:
    • Ákveðið verð í kassa / birgðageymsla í kassa

      Ef viðskiptamaður vill hafa sérstakt verð í kassakerfinu hjá sér. T.d. viðskiptamaður er með verð 1 skráð í dk sem heildsöluverð en verð 2 er búðarverðið. Þá er hægt að stilla hér að verð 2 er verðið sem birtist á kassanum. Sama á við um ...
    • Setja skuldunaut í reikningsviðskipti

      Að setja skuldunaut í reikningsviðskipti á kassa Byrja á að velja skuldunaut, annaðhvort á vinstri stiku eða þarna grái hnappurinn niðri í vinstra horni. Velja viðkomandi skuldunaut: Þá birtist viðkomandi skuldunautur hér: Setja vörurnar sem ...