Áramótaútgáfa dk stofnar nýtt launaár og nýjar staðgreiðsluforsendur svo notendur eiga ekki að þurfa að stofna þessar upplýsingar sjálfir. Útgáfan kemur út þegar RSK hefur gefið þessar upplýsingar út. Þeir sem eru í hýsingu hjá okkur frá uppfærsluna sjálfkrafa, annars geta þeir sem ekki eru í hýsingu sótt nýju útgáfuna á vefnum okkar,
www.dk.is.Ef notandi þarf að stofna nýtt launaár þá er hér myndband sem sýnir hvernig það er gert í kerfinu:
Taflan launaár heldur utan um stofnuð launaár. Ný útgáfa kemur hver áramót með nýju launaári og tryggingargjaldsprósentu. Ef þörf er að á stofna launaár þá það gert með hnappinum Insert [INS Ný].

Ef smellt er á línuna fyrir launaárið þá opnast gluggi fyrir valið launaár. Hægt er að loka launaári í heild eða ákveðnum mánuðum. Ef tímabili er lokað þá er ekki hægt að stofna launakeyrslu á því tímabili. Ef það kemur til að stofna þurfi launakeyrslu á lokuðu tímabili, þá þarf að opna launaárið með því að tvísmella á línuna eða Enter [ENT Breyta] og taka hakið úr. Muna svo að setja hakið aftur í, ef tímabil á að vera lokað.
