CSV innlestur í vöruskrá
1. Byrja þarf á því að búa til excel skrá með upplýsingum sem lesa á inn í vöruskrána.
Öll dálkaheiti þurfa að vera á ensku. Í viðhengi er skjal með helstu dálkaheitum á ensku og íslensku.
Ef dálkaheitin eru ekki í skjalinu sem er í viðhengi er hægt að finna ensku dálkaheitin með því að halda niðri Ctrl+Alt og smella með músinni á dálkaheitið. Hér fyrir neðan er dæmi um dálkinn vörunúmer sem þyrfti að heita "itemcode" í CSV innlestrarskjalinu.
2. Þegar allar upplýsingar hafa verið skráðar í excel skjalið þarf að vista skjalið sem CSV skrá.
3. CSV skráin er að lokum lesin inn í dk.
Birgðir > Vörur > F5 Valmynd > Gagnaflutningur > Lesa inn frá CSV-skrá.