Klára greiðslu / klára sölu seinna

Klára greiðslu / klára sölu seinna

Ef færsla klárast í posatæki en er fast á kassanum (salan sjálf) þá er hægt að setja hana í geymslu og sækja seinna úr geymslu til að klára hana. 
Þetta getur gerst svið ýmsar aðstæður, netrof, rafmagnsleysi, posi er að spyrja um útprentun, posi er ekki að taka á móti vegna einhverra þessara atriða.

En þá er hægt að klára söluna með þessum hætti sem kemur hér eftirfarandi. 
En til þess þarf að hafa þessi réttindi þá þarf þetta að vera í stillingum í kassa uppsetningu. 


Svo þegar færslan hangir ennþá inni á kassanum þá veljum við BORGA - Veljum VISA / Kort og haka í ,,sýna kortategundir" 


Þegar við veljum sýna kortategundir þá veljum við í kjölfarið rétt kort til að klára færsluna. 

Svona klárum við söluna í gegnum kassakerfið til að hafa birgðirnar réttar og koma sölunni alla leið inn í bókhaldið ef að það er ljóst að færslan fór af korti viðskiptavinar. 



Þá kemur þessi aðvörun, við ýtum á í lagi, því þarna vitum við og erum búin að athuga þar að kortagreiðslan fór í gegn í síma viðskiptavinar. 


Svo í kjölfarið kemur hvort að við viljum kvittun eða prenta út eitthvað ef við viljum eiga eitthvað um þessa færslu til að minna okkur á. 


Þá er búið að klára söluna: 








    • Related Articles

    • Geymdar sölur / reikningar í geymslu

      Geymdar sölur // Ef villa kemur upp á kassa við kortagreiðslu, salan fer í gegn í posa en ekki í kassanum. Þá er ráð við því að: Fara í að sækja söluna (sem fór í geymslu / ýta á geymslur) velja réttu söluna sem við á. Setja inn texta með skýringu á ...
    • Skipta greiðslu

      Skipta greiðslu Ef fleiri enn einn aðili borgar reikning t.d. á borði eða herbergi þá er hægt að nota aðgerðarhnappinn "Skipta greiðslu". Það er hægt að velja þær vörur í sölunni sem viðkomadi ætlar að borga fyrir ásamt því sem hægt er skipta hverri ...
    • Geyma sölu

      Geyma sölu Hægt er að geyma sölu sem búið er að skrá inn í afgreiðslukerfið og sækja hana svo síðar. Við veljum hnappinn [Geyma sölu] og birtist þá eftirfarandi mynd Við getum slegið inn allt að 50 stafa skýringartexta, sem getur verið gott ef mikið ...
    • Endurprenta síðustu sölu

      Endurprenta síðustu sölu Ef rangur möguleiki í prentun eftir sölu er valinn eða viðskiptavinur skiptir um skoðun og vill fá kvittun eftir að prentunarvali er lokið, er hægt að velja "Endurprenta" hnappinn á aðgerðarborðinu.
    • Bakfæra sölu (kreditfæra sölu)

      Bakfæra sölu (kreditfæra sölu) Hægt er að bakfæra sölu með því að velja hnappinn [Reikningar ] vinstra megin og finna viðeigandi reikning. Valið svo F5 – Prenta, hægt er að velja um að endurprenta eftirfarandi: kvittun, reikning, kortakvittun og ...