Vörumóttakendur
Á skuldunautaspjaldinu þarf að fara undir flipan "Sala" og haka þar við "Nota vörumóttakendur"
Að stofna vörumóttakendur er gert undir
Skuldunautar > Skuldunautar > Hefur skuldunaut valinn > F5 Valmynd > Vörumóttakendur
Velur INS Ný og gefur vörumóttakanda Númer og Heiti. (Aðrir reitir eru valkvæðir)
Í flipanum "Rafræn viðskiptaskjöl" er hægt að setja inn "Kostnaðarstað" ef á við.
Fyrir þá sem senda sölureikninga með edi þá er EAN kennitala sett þar inn.
Fyrir þá sem senda sölureikninga í gegnum rafræna skeytamiðlun þá er kostnaðarstaður settur inn. Tegund kostnaðarstaðar er í lang flestum tilfellum "deildarmerkin", en í tilfelli Landsspítala þá þarf að velja að tegund kostnaðarstaðar sé GLN númer.
Þegar sölureikningur er gerður, þá er farið í flipann "Vörumóttakandi/Flutningsaðili" og þar er settur inn vörumóttakandinn, þá er horft á kostnaðarstaðinn á vörumóttakandum.
Hér eru myndbönd sem sýna þessar aðgerðir: