Stofna uppskrift
Fyrst þarf að stofna vöru sem er uppskriftin - Tegund vöru þarf að vera "Uppskrift"
Til að stofna uppskrift veljum við Birgðir > Framleiðsla > Uppskriftir > INS Ný
Nauðsynlegt er að gefa uppskriftinni númer og lýsingu. Síðan þarf að tilgreina vörunúmer. Þetta
vörunúmer er vörunúmer fullunnu vörunnar (tækisins) í vöruskránni sem búið er að stofna, þ.e. þetta
er vörunúmerið sem uppskriftin tengist.
Númer: Hér er skráð númer uppskriftarinnar
í uppskrifta-töflunni. Þetta númer
auðkennir uppskriftina og er ekki
sama númer og vörunúmer
uppskriftarinnar.
Lýsing: Hér er skráð lýsing á uppskriftinni.
Vörunúmer: Hér er skráð vörunúmer
uppskriftarinnar sem búið var að
stofna áður. Hægt er að fletta í
vörutöflunni með F2.
Tegund uppskriftar: Hér þarf að tilgreina hvort
uppskriftin sé framleiðslu-vara sem
þarf að framleiða sérstaklega eða
vara sem framleiðist við sölu
Einingafjöldi: Hér er skráð einingarfjöldi. Þessi
einingarfjöldi er notaður við
framleiðslu og þá sem margfeldi.
Við framleiðslu á uppskriftinni þá er
framleiðslumagnið margfaldað með
einingafjöldanum. Ef t.d. hér er
skráð 1 og síðan þegar varan er
framleidd og ákveðið er að
framleiða 10 stk af uppskriftinni þá
er framleitt 10 * 1 = 10.
Þegar búið er að skrá í efri hlutann þá þarf að skrá vörurnar sem tilheyra uppskriftinni. Þessar vörur eru
hráefni (íhlutir) uppskriftarinnar. Þær eru skráðar í neðri hlutann, í línurnar. Eins og sést á myndinni þá
þarf að skrá vörunúmer og magn af vörunni sem fer í uppskriftina ásamt umbúðum ef við á.
Ef uppskriftin er skráð sem "Framleitt við sölu" þá framleiðir kerfið inn á lager þegar sölureikningur er uppfærður á vörunni, og um leið tekur út af lager af íhlutunum.
Ef uppskriftin er skráð sem framleiðsluvara þá er farið í F5 Valmynd > Framleiða - til að framleiða hana.
Þá framleiðiru inn á lager á uppskriftina og tekur af lager af íhlutunum sem tilheyra uppskriftinni.