Stofna uppskrift

Stofna uppskrift

Stofna uppskrift


Fyrst þarf að stofna vöru sem er uppskriftin -  Tegund vöru þarf að vera "Uppskrift" 

Til að stofna uppskrift veljum við Birgðir > Framleiðsla > Uppskriftir > INS Ný




Nauðsynlegt er að gefa uppskriftinni númer og lýsingu. Síðan þarf að tilgreina vörunúmer. Þetta vörunúmer er vörunúmer fullunnu vörunnar (tækisins) í vöruskránni sem búið er að stofna, þ.e. þetta er vörunúmerið sem uppskriftin tengist. 



Númer: Hér er skráð númer uppskriftarinnar í uppskrifta-töflunni. Þetta númer auðkennir uppskriftina og er ekki sama númer og vörunúmer uppskriftarinnar.
Lýsing: Hér er skráð lýsing á uppskriftinni.
Vörunúmer: Hér er skráð vörunúmer uppskriftarinnar sem búið var að stofna áður. Hægt er að fletta í vörutöflunni með F2.
Tegund uppskriftar: Hér þarf að tilgreina hvort uppskriftin sé framleiðslu-vara sem þarf að framleiða sérstaklega eða vara sem framleiðist við sölu
Einingafjöldi: Hér er skráð einingarfjöldi. Þessi einingarfjöldi er notaður við framleiðslu og þá sem margfeldi. Við framleiðslu á uppskriftinni þá er framleiðslumagnið margfaldað með einingafjöldanum. Ef t.d. hér er skráð 1 og síðan þegar varan er framleidd og ákveðið er að framleiða 10 stk af uppskriftinni þá er framleitt 10 * 1 = 10.

Þegar búið er að skrá í efri hlutann þá þarf að skrá vörurnar sem tilheyra uppskriftinni. Þessar vörur eru hráefni (íhlutir) uppskriftarinnar. Þær eru skráðar í neðri hlutann, í línurnar. Eins og sést á myndinni þá þarf að skrá vörunúmer og magn af vörunni sem fer í uppskriftina ásamt umbúðum ef við á.


Ef uppskriftin er skráð sem "Framleitt við sölu"  þá framleiðir kerfið inn á lager þegar sölureikningur er uppfærður á vörunni, og um leið tekur út af lager af íhlutunum. 

Ef uppskriftin er skráð sem framleiðsluvara þá er farið í  F5 Valmynd > Framleiða   - til að framleiða hana. 
Þá framleiðiru inn á lager á uppskriftina og tekur af lager af íhlutunum sem tilheyra uppskriftinni. 



    • Related Articles

    • Stofna vöruafbrigði

      Vöruafbrigði Stofna eiginleika vöruafbrigða Birgðir > Uppsetning > Vöruafbrigði > Eiginleikar vöruafbrigða Þegar búið er að stofna allar stærðir er farið í að skrá vöruafbrigðin Skráning vöruafbrigða Hér stofnum við afbrigðin sjálf, setjum inn ...
    • Stofna launþega

      Stofna launþega Hægt er að stofna launþega á tvennan hátt: Leið 1 Undir Laun > Aðgerðir>Stofna launþega Eða launþegar > F5 valmynd>stofna launþega Þá færðu hjálparglugga sem leiðir þig gegnum allar helstu upplýsingar sem þarf fyrir uppsetningu ...
    • Stofna skuldunaut

      Stofna skuldunaut Þegar nýr skuldunautur er stofnaður er ýtt á hnappinn INS Ný og opnast þá autt skuldunautaspjald. Skuldunautum er gefið númer, sem getur verið 12 stafir að lengd og má innihalda ýmist tölustafi, bókstafi eða tákn. Ef kennitala er ...
    • Stofna vörumóttakendur

      Vörumóttakendur Á skuldunautaspjaldinu þarf að fara undir flipan "Sala" og haka þar við "Nota vörumóttakendur" Að stofna vörumóttakendur er gert undir Skuldunautar > Skuldunautar > Hefur skuldunaut valinn > F5 Valmynd > Vörumóttakendur Velur INS Ný ...
    • Stofna nýtt bókhaldstímabil

      Stofna nýtt bókhaldstímabil Að stofna nýtt bókhaldstímabil má gera á tvo vegu: 1. Fjárhagur > Uppsetning > Bókhaldstímabil > INS Ný 2. Almennt > Bókhaldstímabil > INS Ný Hér er leiðbeiningar myndband: Að stofna nýtt bókhaldstímabil | dk hugbúnaður - ...