Greiðslutegundir - bakvinnsla
Í bakvinnslukerfinu er hægt að skoða allar
greiðslutegundir undir Stillingar > Greiðslutegundir.

Þar er hægt að stofna nýja greiðslutegund eða breyta þeim sem eru
til fyrir. Hægt er t.a.m. að ákveða hvort peningaskúffa opnist, hvort
greiðslutegundin sé sýnileg á greiðsluglugga eða hvort greiðslutegundin sé virk
eða óvirk í afgreiðslukerfinu.
Þegar búið er að setja upp allar
greiðslutegundir og tengja á milli bókhaldskerfis og bakvinnslukerfis, er hægt
að senda sölureikninga frá bakvinnslukerfi yfir til bókhaldskerfis.
Gjaldmiðlar
Greiðslutegundina „Gjaldmiðlar“ er hægt að setja upp í
bakvinnslukerfinu á sama stað og lýst er að ofan. Greiðslutegundin er stofnuð
með [INS Ný], henni gefið nafn, hakað við þær stillingar sem eiga að vera og
gjaldmiðill valinn í viðkomandi reit. Hægt er að sækja gengi dagsins undir Stillingar
> Gjaldmiðlar, ýta á [F5 Valmynd] og velja „Sækja gengi með Vefþjónustu“

Nóg er að tvísmella á þann gjaldmiðil sem
vinna á með og opnast þá spjaldið hans. Hægt er að ákveða þar hvort
gjaldmiðillinn sé sýnilegur á kassa, hver álagsprósenta á gengi á að vera eða
handslá inn það gengi sem á að nota.