Greiðslutegundir

Greiðslutegundir

Greiðslutegundir - bakvinnsla

Í bakvinnslukerfinu er hægt að skoða allar greiðslutegundir undir Stillingar > Greiðslutegundir.



Þar er hægt að stofna nýja greiðslutegund eða breyta þeim sem eru til fyrir. Hægt er t.a.m. að ákveða hvort peningaskúffa opnist, hvort greiðslutegundin sé sýnileg á greiðsluglugga eða hvort greiðslutegundin sé virk eða óvirk í afgreiðslukerfinu.

Þegar búið er að setja upp allar greiðslutegundir og tengja á milli bókhaldskerfis og bakvinnslukerfis, er hægt að senda sölureikninga frá bakvinnslukerfi yfir til bókhaldskerfis.

Gjaldmiðlar

Greiðslutegundina „Gjaldmiðlar“ er hægt að setja upp í bakvinnslukerfinu á sama stað og lýst er að ofan. Greiðslutegundin er stofnuð með [INS Ný], henni gefið nafn, hakað við þær stillingar sem eiga að vera og gjaldmiðill valinn í viðkomandi reit. Hægt er að sækja gengi dagsins undir Stillingar > Gjaldmiðlar, ýta á [F5 Valmynd] og velja „Sækja gengi með Vefþjónustu“

 

Nóg er að tvísmella á þann gjaldmiðil sem vinna á með og opnast þá spjaldið hans. Hægt er að ákveða þar hvort gjaldmiðillinn sé sýnilegur á kassa, hver álagsprósenta á gengi á að vera eða handslá inn það gengi sem á að nota.



    • Related Articles

    • iPos greiðslutegundir

      Að virkja ákv.greiðslutegundir í iPos. Það er gert hér.
    • Skipta greiðslu

      Skipta greiðslu Ef fleiri enn einn aðili borgar reikning t.d. á borði eða herbergi þá er hægt að nota aðgerðarhnappinn "Skipta greiðslu". Það er hægt að velja þær vörur í sölunni sem viðkomadi ætlar að borga fyrir ásamt því sem hægt er skipta hverri ...
    • Bakvinnsla dkPos - flytja út í Excel/PDF

      Til þess að flytja út í PDF / Excel úr dkPos bakvinnslu þá þarf að Svo kemur þessi gluggi: Í framhaldi opnast svæði sem er inní hýsingu viðkomandi fyrirtækis hjá okkur. Þarna þarf að flytja skránna yfir á tölvu hjá viðkomandi inn á C drif eða drif ...
    • Klára greiðslu / klára sölu seinna

      Ef færsla klárast í posatæki en er fast á kassanum (salan sjálf) þá er hægt að setja hana í geymslu og sækja seinna úr geymslu til að klára hana. Þetta getur gerst svið ýmsar aðstæður, netrof, rafmagnsleysi, posi er að spyrja um útprentun, posi er ...
    • Sjálfvirk útskráning dkPos / dkiPos

      Sjálfvirk útskráning dkPos / dkiPos Hér er stillingin fyrir hve langur tími líður þar til að sölumaður skráist sjálfkrafa út. Opna dkPos bakenda: Stillingar - Kassar, flipi 2 kassa uppsetning, smella á DEFAULT línuna (eða viðeigandi kassa ...