DUO er skýjaþjónusta frá CISCO sem býður fjölþátta auðkenningu.
Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda notendur er notkun fjölþátta auðkenningar.
Fjölþátta auðkenningar (Multi Factor Authentication – MFA) er þegar þú skráir þig inn á hefðbundinn hátt með notandanafni og lykilorði en þarft jafnframt að staðfesta á annan hátt að þú sért sá sem þú segist vera.
Í gegnum DUO er hægt að auðkenna notanda með smelli, sms eða símtali.
Setja upp DUO á hýsingarnotanda
Hægt er að nálgast myndband með uppsetningunni hér fyrir neðan
ÁMínum síðumer umsýsla með notendur fyrirtæksins. Til að virkja stjórnanda á Mínum síðum
þarf að fara í gegnum boð sem sent var í heimabanka fyrirtækis þann 13. ágúst síðastliðinn. Ef boð finnst ekki er hægt að óska eftir nýju boði.
Athugið að umsýsla er ávallt á þeirri kennitölu sem dk leyfið er skráð á.
Virkja umsýslu
Byrja þarf að fjölþátta auðkenna til að hægt sé að sýsla með notendur. Er það gert með því að smella á "Senda kóða".
Kóði berst þá í netfangið þitt og slærð þú kóðann inn í reitinn fyrir neðan og smellir á "Staðfesta kóða"
Sýsla með notendur
Opnast þá fyrir möguleikann að sýsla með notendur fyrirtækisins.
Undir flipanum "Upplýsingar" er hægt að breyta nafni og virkja netfang/símanúmer á notandann.
Til að hægt sé að virkja fjölþátta auðkenningu þarf að vera búið að bæta við upplýsingum um starfsmanninn.
Virkja fjölþátta auðkenningu
Þegar búið er að virkja símanúmer á notanda er smellt á "MFA"
Til að hefja virkjun á fjölþátta auðkenningu er valið "Virkja"
Símtæki viðkomandi er gefið heiti og smellt á "Stofna"
Þvínæst er smellt á "Virkja"
Starfsmaður fær þá þá 3 möguleika til að virkja DUO á símanum.
Með SMS, tölvupósti eða QR Kóða.
Allar þrjár leiðirnar opna DUO Appið (Eða PlayStore/AppStore ef það er ekki þegar) og virkjar tengil fyrir notandann sjálfkrafa.
Þegar þegar búið er að virkja DUO kemur það fram svona á símtækinu.
Við innskráningu þarf nú að notast við notendanafn, lykilorð og fjölþátta smell á símtækinu.
Smellurinn kemur fram þegar notandi hefur slegið inn rétt notendanafn og lykilorð.
Uppsetning deilda Þegar notaðar eru deildir í dk þurfa allar færslur fyrirtækisins að vera deildarmerktar. Þegar tekin er upp notkun á deildum í dk þarf að byrja á því að: 1. Uppfæra allar dagbækur (launakerfi, fjárhag, sölu). 2. Setja deildir í ...
1. Vinsamlegast athugið að það má ekki vera launakeyrsla í gangi þegar hakað er við “endurhæfingarsjóður fylgir lífeyrissjóði" og bóka alla óbókaðar launakeyrslur. Laun > Uppsetning > Almennar stillingar > Laun – Almennt > Endurhæfingarsjóður fylgir ...
Samþykktarkerfi Uppsetning Ef starfsmaður á að vera samþykkjandi, þá þarf að fara undir Starfsmenn > Starfsmenn, tvísmella á starfsmanninn og haka í „Samþykkjandi ld. reikninga“ Það þarf að tryggja að notendanöfn inn í dk bókhaldskerfinu séu tengd ...
Strikamerkjavinnslur - uppsetning Uppsetning strikamerkjavinnslu fyrir vörur sem eru seldar innan fyrirtækis. (Forskeyti 112...) Birgðir > Strikamerkjavinnslur > Uppsetning Hér er hakað við "Leyfa úthlutun á strikamerkjum". Fylla síðan inn númerin ...