Ef valið er SMTP þá opnast nýr gluggi. Skrá þarf eftirfarandi upplýsingar:
Netfang = Netfang notanda
SMTP þjónn = SMTP miðlari tölvupóstsins. Mismunandi eftir því hver hýsir tölvupóstinn.
Port = Ysjálfgefið port er 587. Lang oftast er það rétt.
Notandanafn = Skrá þar aftur netfang viðkomandi
Lykilorð = Skrá þar lykilorðið fyrir tölvpóstinn
Dæmi um SMTP slóðir:
Office365 = smtp.office365.com
Síminn = postur.simnet.is
Vodafone = mail.internet.is

Ef valið er Google þá opnast Google aðgangurinn hjá viðkomandi og er notandinn leiddur í gegnum ferlið við að tengja Gmail netfangið sitt við dkOne
Þegar þessu er öllu lokið þá þarf að stilla frá hvaða netfangi á að senda tölvupóstinn.
Þá er smellt á Stillingar > Tölvupóstur og þar er hægt að velja úr fellilistanum hvert af þeim netföngum sem skráð hafa verið skal senda pósta frá. Að lokum þarf svo að smella á Uppfæra til að vista stillingarnar.