Fjölþátta auðkenningar (MFA) Mikilvægi

Fjölþátta auðkenningar (MFA) Mikilvægi

Mikilvægi fjölþátta auðkenningar (MFA)

Fjölþátta auðkenning (MFA) er ein einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að tryggja öruggan aðgang að kerfum.
Þrátt fyrir að innleiðing hennar geti tekið tíma og krafist aðlögunar, er hún nauðsynleg til að tryggja öryggi og lágmarka áhættu.
Við höfum séð raunveruleg dæmi á síðasta ári þar sem bæði óprúttnir aðilar og fyrrum starfsmenn hafa komist inn á sameiginlega aðganga fyrirtækja og valdið alvarlegum skaða,
svo sem eyðileggingu gagna. Slíkir atburðir hafa oft tengst sameiginlegum notendum sem margir hafa haft aðgang að, sem gerir þá að aðal skotmarki.
Með fjölþátta auðkenningu hefði verið einfalt að koma í veg fyrir slíkar aðstæður.
Af þessum sökum höfum við ákveðið að innleiða kröfu um fjölþátta auðkenningu til að tryggja öryggi ykkar og kerfa okkar.
Microsoft og Google hafa þegar tekið upp skyldu á fjölþátta auðkenningu og munu loka fyrir notendur sem ekki framfylgja henni frá og með 1. febrúar 2025.
Með þessari innleiðingu erum við að tryggja að þið séuð skrefi á undan og fylgið öryggiskröfum sem munu brátt verða almennar.
Hvað þurfum við frá ykkur?
Við mælum með að þið:
  1. Farið yfir notendur á "Mínum síðum" – staðfestið alla skráða notendur og biðjið um lokun á óþarfa aðgöngum.
  2. Veljið bestu aðferðina til auðkenningar fyrir ykkar fyrirtæki:
    • Tengið notendur við sérstaka starfsmenn og endurskoðið aðgang reglulega.
    • Tengið aðgang við ákveðinn síma, þar sem yfirmaður eða ábyrgðaraðili samþykkir innskráningar.
    • Notið sameiginlegt tæki þar sem starfsmenn staðfesta innskráningu.
Við erum til staðar til að aðstoða ykkur við þetta ferli. Vinsamlegast hafið samband ef spurningar vakna eða ef þörf er á frekari leiðbeiningum.
Með öryggi í fyrirrúmi,
dk hugbúnaður ehf
    • Related Articles

    • Uppsetning á fjölþátta auðkenningu gegnum DUO

      Hvað er DUO? DUO er skýjaþjónusta frá CISCO sem býður fjölþátta auðkenningu. Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda notendur er notkun fjölþátta auðkenningar. Fjölþátta auðkenningar (Multi Factor Authentication – MFA) er þegar þú skráir ...
    • Tilkynningí síma

      Daginn Þar sem þú ert búin að virkja 2 þátta aðkenningu þá þarf að samþykkja innskráingu í DUO appinu sem er í símanum. Ef ekki er að koma upp tilkynning á símann þá þarf að gera eftir farandi Fyrir iOS: Opnaðu Stillingar á iPhone. Veldu ...
    • Uppsetning á DUO Mobile

      Hvað er DUO? DUO er skýjaþjónusta sem býður margþátta auðkenningu. Auðkennt er með snjalltæki, tokens, sms eða símtali. DUO er þannig afar einfalt og þægilegt í notkun. Margþátta auðkenning tryggir aukið öryggi Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum ...
    • Setup multi-factor authentication through DUO

      Setting Up Multi-Factor Authentication (MFA) with DUO What is DUO? DUO is a cloud service from CISCO that offers multi-factor authentication (MFA). MFA is a crucial security measure that protects users by requiring multiple forms of verification. ...
    • Nýr notandi

      Kæri viðskiptavinur Við hjá hýsingarþjónustu dk höfum lokið uppsetningu hýsingaraðgangs fyrir þitt fyrirtæki. Notandanafn og lykilorð hefur verið sent í heimabanka fyrirtækisins undir Rafræn skjöl Uppsetningar leiðbeiningarnar er að finna hér ...