Þegar birgðageymsla hefur verið stofnuð þá er engin vara til í henni og því þarf að setja inn þær vörur sem eiga að vera í birðageymslunni.
Ef allar vörur eiga að vera í birgðageymslunni eða úrtak þá er hægt að keyra vinnslu sem stofnar vörur í birgðageymslu. Þessa vinnslu er að finna í F5 valmynd í töflunni birgðageymslur.
Birgðageymslan sem setja á vörur í er valin og ef setja á allar vörur í birgðageymsluna þá er dálkurinn fyrir vörunúmer tómt (þá tekur kerfið allar vörur), annars er hægt að velja stök vörunúmer með kommu á milli.