Stofnun birgðageymsla

Stofnun birgðageymsla

Birgðageymslur

Þessi kerfiseining opnar fyrir þann möguleika að vera með lagervörur á mismunandi staðsetningum.




Stofna birgðageymslu

Til að stofna birgðageymslu er farið í "Birgðir" -> "Uppsetning" -> "Birgðageymslur"
Smella á "INS Ný" hnappinn



Nýju færslunni er gefið einkvæmt auðkenni sem er notað til að vísa í hana ásamt lýsingu.
Vista þarf breytingu með F12 staðfesta og þá er birgðageymslan orðin virk.

Ef að þetta birtist ekki í valmyndinni er þetta annaðhvort ekki í leyfi
eða notandi er með valmynd sem ekki heimilar aðgengi

Stofna vörur í birgðageymslu

Þegar birgðageymsla hefur verið stofnuð þá er engin vara til í henni og því þarf að setja inn þær vörur sem eiga að vera í birðageymslunni.
Ef allar vörur eiga að vera í birgðageymslunni eða úrtak þá er hægt að keyra vinnslu sem stofnar vörur í birgðageymslu.  Þessa vinnslu er að finna í F5 valmynd í töflunni birgðageymslur.
Birgðageymslan sem setja á vörur í er valin og ef setja á allar vörur í birgðageymsluna þá er dálkurinn fyrir vörunúmer tómt (þá tekur kerfið allar vörur), annars er hægt að velja stök vörunúmer með kommu á milli.







    • Related Articles

    • Stofna launþega

      Stofna launþega Hægt er að stofna launþega á tvennan hátt: Leið 1 Undir Laun > Aðgerðir>Stofna launþega Eða launþegar > F5 valmynd>stofna launþega Þá færðu hjálparglugga sem leiðir þig gegnum allar helstu upplýsingar sem þarf fyrir uppsetningu ...
    • Stofna skuldunaut

      Stofna skuldunaut Þegar nýr skuldunautur er stofnaður er ýtt á hnappinn INS Ný og opnast þá autt skuldunautaspjald. Skuldunautum er gefið númer, sem getur verið 12 stafir að lengd og má innihalda ýmist tölustafi, bókstafi eða tákn. Ef kennitala er ...
    • Stofna uppskrift

      Stofna uppskrift Fyrst þarf að stofna vöru sem er uppskriftin - Tegund vöru þarf að vera "Uppskrift" Til að stofna uppskrift veljum við Birgðir > Framleiðsla > Uppskriftir > INS Ný Nauðsynlegt er að gefa uppskriftinni númer og lýsingu. Síðan þarf að ...
    • Stofna vörumóttakendur

      Vörumóttakendur Á skuldunautaspjaldinu þarf að fara undir flipan "Sala" og haka þar við "Nota vörumóttakendur" Að stofna vörumóttakendur er gert undir Skuldunautar > Skuldunautar > Hefur skuldunaut valinn > F5 Valmynd > Vörumóttakendur Velur INS Ný ...
    • Stofna nýtt bókhaldstímabil

      Stofna nýtt bókhaldstímabil Að stofna nýtt bókhaldstímabil má gera á tvo vegu: 1. Fjárhagur > Uppsetning > Bókhaldstímabil > INS Ný 2. Almennt > Bókhaldstímabil > INS Ný Hér er leiðbeiningar myndband: Að stofna nýtt bókhaldstímabil | dk hugbúnaður - ...